þriðjudagur, janúar 04, 2005

Fyrsti krotingur

Sælinú.

Hér geysist ég fram á ritvöllinn, öllum til gleði, ánægju og yndisauka. Eða að öðrum kosti til leiðinda, ama og eymingjaháttar.

Ekki búast við neinum meiriháttar ritverkum enda er ég viss um að þegar þau fæðast munu útgáfufyrirtækin gjörsamlega SLÁST um afurðirnar. En nóg um grobb og sjálfbirgingshátt. . .

Héðan úr Kópavoginum er allt meinhægt að frétta. Við gömlu hjónin erum enn að ná okkur eftir desembersprengjuna, jóla og áramótastússið. Firna gaman reyndar um áramótin hér og ofboðslega góður matur á borðum. Þurfum reyndar að huga að nýju og stækkanlegu borðstofuborði á nýju ári, sem rúmar alla stórfjölskylduna.

En nú er semsagt vinnan byrjuð aftur, skólinn að byrja hjá Valgerði og Hulda komin aftur til dagmömmu. Og innan tíðar fer jólaskrautið aftur ofan í kassa, nokkuð sem maður er alltaf jafn fegin að gera, eins gaman og er að taka það upp í desember.

Og það er ágætt að detta aftur inn í rútínuna, bæði í vinnunni og heima, eftir að hafa verið á hlaupum í nærri tvo mánuði.

Góðar stundir

3 Comments:

At 11:31 e.h., Blogger Hulda Katrín Stefánsdóttir said...

Til hamingju með nýju síðuna! Mjög góð viðbót í bloggheiminn!!
Kveðja
Hulda Katrín

 
At 9:27 f.h., Blogger Þórdís Huldu og Guðmundar said...

Takk fyrir góðar óskir og jú þetta komst til skila.

 
At 12:30 e.h., Blogger Þórdís Huldu og Guðmundar said...

Nú þarf ekki að logga sig inn til að gera komment.
Þetta á víst aðeins eftir að slípast

 

Skrifa ummæli

<< Home