sunnudagur, janúar 09, 2005

Afmælisbarn dagsins. . .

. . . er hann Gvendur bróðir minn!
Afmæliskveðjur og hamingjuóskir með fimmtugsafmælið frá okkur öllum og hafðu það sem best á afmælisdaginn. Afmælisgjafir verða sendar af stað í næstu viku.

En annars, hérna var þreytandi dagur sem fólst einkum í því að labba um BYKO og IKEA að skoða flísar, klósett, ljós og margt fleira og (geisp) spennandi. Svo var haldið í hina dónalegu Smáralind og fjárfest í frjálsíþróttaskóm handa Valgerði. Mjög tæknilegir, sérdeilis Breiðabliksgrænir og hægt að skrúfa gadda neðan í þá. Við hin erum afskaplega þreytt í fótunum eftir þetta allt saman, nema Hulda Ólafía sem svaf í kerrunni sinni. Vildi að ég gæti verið svona í verslunarleiðöngrum.

Jæja góða fólk, það sem eftir lifir dags þarf víst að þvo þvott, baða barn og elda svo 'Roasted Chicken Provencale'.

Ég kveð eins og skólastjórinn hennar Valgerðar:
Kveðja góð,
Þórdís

1 Comments:

At 1:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég ákvað að koma fram undir nafnleysi, þar sem ég fæ alltaf login mynd við athugasemdinni. Mig langaði til að óska litlu systur minni til hamingju með nýju síðuna. Hún lofar góðu og maður bíður spenntur eftir næstu innfærslu. Hér á norðurlandi er veröldin hvít og hrein. Loftið er þurrt og tært og maður fær ekki af sér að deila á menn og málefni til að skemma ekki þessa fallegu mynd. Við óskum þér til hamingju með nýju síðuna og vonum að hún verði langlíf í veröld netsins. Ástarkveðjur, Auður

 

Skrifa ummæli

<< Home