fimmtudagur, janúar 20, 2005

Bíódagur

Loksins, loksins fór ég í bíó í gærkvöldi. Ég fór síðast í bíó með henni Valgerði í fyrra einhvern tímann að sjá Freaky Friday og þar á undan að sjá Metropolis með undirleik sinfóníunnar í nóv. 2002. Þannig að þetta telst til stórviðburða þegar maður loksins drattast af stað. En semsagt, við Erla fórum að sjá 'Un long dimanche de fiançailles' eftir Jean-Pierre Jeunet (sami og gerði Amélie) og þetta var bara aldeilis fín skemmtun. Þetta var á Kvikmyndahátiðinni sem Alliance française og Háskólabíó standa saman að og lýkur 31. jan. svo ég legg til að fólk fjölmenni í bíó. Aðrar myndir lofa góðu eins og til dæmis "Les choristes' sem Fransmenn ætla að senda í Óskarinn og svo hef ég lúmskt gaman að frönskum gamanmyndum og langar dálítið að sjá Tais-toi!, sem er víst þýtt sem 'Grjóthaltu kjafti', með Jean Reno og Gérard Depardieu.
En á meðan ég var í bíó spilaði Hulda á föður sinn og systur eins og ræl á rófuna á sér, át pylsur, glápti á teiknimyndir og var enn vakandi með pylsulykt í hárinu þegar ég kom heim. Þannig að hún var sett í mjög snöggt bað eins og Roy Roggers og svo skellt í rúmið.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home