föstudagur, janúar 21, 2005

Checkpoint Charlie

Á Seltjarnarnesi eru nú uppi nýstárlegar og spennandi hugmyndir um varnir gegn glæpum. Nefnilega að setja upp myndavélar við bæjarmörkin og fylgjast með öllum þeim sem fara inn og út úr bæjarfélaginu. Klókt, nema hvað þarna er ekki gert ráð fyrir þeim möguleika á að krimmarnir geti búið á Seltjarnarnesi og stundað sína iðju í heimabyggð. Þið skiljið, sjálfbær þróun og allt þetta, svona verslum í heimabyggð með öfugum formerkjum.
Vert er að benda einnig á möguleikann á að byggja hreinlega bara múr með varðstöðvum, vörðum og vegabréfum. Það er áratugareynsla fyrir svoleiðis mannvirki í Berlín og reglulega eru gerðar tilraunir víðsvegar um heimsbyggðina að reisa svona múra til að útiloka hina óæskilegu frá hinum útvöldu.
En í öllu falli er þetta farið að minna óþægilega á stóra bróður og það hljóta að vera til betri og skynsamlegri úrræði til að stemma stigu við þessu vandamáli.
Eiginmaðurinn benti á að ein lausn gæti verið svona vélmenni eins og í Robocop "You have three seconds to confess. . . "

3 Comments:

At 11:09 f.h., Blogger Hulda Katrín Stefánsdóttir said...

Seltirningar halda greinilega að þjófar eru svona andskoti latir og vitlausir að þeir geta ekki fundið sér leið fram hjá myndavélunum fótgangandi!! Það vantar greinilega slúðri hjá Gróu á leiti,,því er hægt að komast að mörgu með myndavélum,,,framhjáhald,rifildi hjóna og fleira til þess að bæta slúður líf þeirra seltirninga!!

 
At 1:57 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Thegar eg var unglingur a nesinu voru thjofar sem bjuggu i Myrarhusum a nesinu en eg veit ekki hvort their voru nokkurtima teknir fyrir thjofnad.
Svo thjofar geta alveg eins buid a nesinu eins og annarstadar. Thad vaeri flott ad geta sed a netinu alla sem koma og fara fra nesinu, kanski efni i gott gosip.
Ha ha

 
At 1:07 f.h., Blogger Þórdís Huldu og Guðmundar said...

Ég vona bara að fyrrum samsveitungar okkar af Nesinu beri nógu mikla virðingu fyrir sjálfum sér og meðbræðrum sínum og framfylgi ekki þessum hugmyndum. Þeir fylgjast örugglega nógu vel með nágrönnum sínum nú þegar.

 

Skrifa ummæli

<< Home