Almennilegt kommentakerfi
Loksins gafst mér tími til að setja upp yndislegra og betra kommentakerfi. Þannig að ég hvet þá sem nenna að lesa þessa síðu að prófa fagnandi.Nú er kominn laugardagur og vinnuvikan að baki. Valgerður búin í samræmdu prófunum og Hulda verið prýðilega hress þrátt fyrir undangengin veikindi.
Hérna heima vantar smá átak til að moka út ruslinu sem hefur safnast saman í vikunni, svo maður tali nú ekki um öll verkefnin sem bíða. Kannski maður druslist til að gera eitthvað á morgun.
Í það minnsta á ég flösku af Bordeaux rauðvíni fyrir morgundaginn og verð að finna eitthvað spennandi að borða með því.
Svo fyrir mánudaginn á ég glas af vatni og verð að finna eitthvað megrandi með því.
Allar hugmyndir eru vel þegnar.
Góðar stundir.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home