Sprengidagur
Sprengidagur. Baunasúpan (grauturinn,ef vel heppnast) er í pottinum, saltketið á leiðinni þangað, þvotturinn í þvottavélinni, Hulduföt í þurrkaranum og ég sit hér við tölvuna að teikna galandi hana. Hann er víst þokkalega krumpaður so far, blessaður kallinn.Engar hugmyndir komu að einhverju megrandi. Kannski ekki við því að búast frá þessari fjölskyldu, ha?
Svo er víst tveggja ára afmælið hennar Huldu á fimmtudaginn og við ætlum að hafa oggulítið kaffiboð á sunnudaginn.
Það er einmitt hugsað til að fegra og viðhalda mjúku línunum hjá familíunni.
Baunakveðjur (og þetta er ekki endilega bara meint til ykkar sem búið hjá Danskinum)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home