miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Hundlasin

Þar kom að því að ég yrði lasin. Gerist ekki oft sem betur fer. Neyddist til þess að vera heima í dag þar sem meinleysislega kvefið sem Hulda smitaði mig af, þróaðist yfir í Horsprengjuna frá Helvíti. Með tilheyrandi hósta, verk í háls og bringu og til að gleðja mig enn frekar, eyrnaverk. Lítið búin að sofa síðustu daga og gafst að lokum upp í morgun og meldaði mig veika í vinnuna. Gat sofið svolítið og er kannski ögn skárri núna. Eða kannski eru þetta bara 1000 mg. af Paracetamol að tala þarna!
Mæt kona var búin að vara mig við því að á eftir andlegu álagi gætu fylgt líkamleg veikindi.
Var ég að hlusta? Bara með öðru og ekki því sem virkaði almennilega.
Sveiattan, það er skrítið bragð af öllu og ekkert gott að borða eða drekka.
Gleðilegir hóstar úr Kópavogi, gott og farsælt komandi snýt!

2 Comments:

At 4:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Nýbúin að hrista þetta helvíti af mér,,þetta var nú ekki gaman!
Kveðja
Hulda Katrín

 
At 3:30 e.h., Blogger Þórdís Huldu og Guðmundar said...

Siggi var að byrja í gær/fyrradag.
Fullt af fjöri í vændum hjá honum.
Hulda Ólafía er náttúrlega með krónískt kvef alla daga núna.
Veturinn er yndislegur!

 

Skrifa ummæli

<< Home