Þvílík læti!
Eitthvað er skringilegt í gangi hjá Hr. Baugi og félögum.Ég segi enn og aftur: Af hverju er ekki nóg að þetta fari fyrir dómstóla og sé dæmt þar eins og önnur mál, ef það þá á annaðborð er dómtækt eins og áhöld eru um núna?
Fyrir mína parta er ég tilbúin til að leyfa þeim að njóta efans. Þið vitið, allir menn eru saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð.
Mér finnst hins vegar hamagangurinn í liðinni viku ekki vera þessu ágæta fólki til framdráttar, hvað þá stjórnmálamönnunum sem ákváðu að taka þátt í þessari vitleysu.
Hvers vegna öll þessi læti í Fréttablaðinu um helgina? Var málinu ekki vísað frá Héraðsdómi í síðustu viku?
Og hvað í ósköpunum á það að þýða að birta einkasamskipti fólks í blöðum? Augljóslega tekin ófrjálsri hendi einhvers staðar.
Mér sýnast fleiri málaferli vera á sjóndeildarhringnum.
Sérkennileg líka viðbrögð OgVodafone sem vistuðu téðan tölvupóst. Í stað þess að skoða vandlega sín mál til að útiloka að umræddur þjófnaður hafi farið fram hjá þeim, taka þeir frekar þann pól í hæðina að hóta viðskiptavininum sem er ekki sáttur við að hans einkagögn rati í blöðin.
Gleymist alveg að halda við þeim trúnaði og því trausti sem þarf að vera til staðar fyrir fyrirtæki Baugs, tala nú ekki um vegna þess að þorri almennings eru kúnnar þeirra?
Mér þykir það leitt, en í bili er kannski bara ekkert skemmtilegast lengur að versla á vissum stöðum.
2 Comments:
Það sem ég er mest hissa á. Hvað Jónína Ben er vinsæl meðal karlmannanna :-)
Ég er svo sammála þér. Mér finnst þetta ömurlegt og taka langt út yfir allan þjófabálk. Ég er fyrir löngu búin að fá nóg af bollaleggingum um spillingu og mannvonsku og finnst eiginlega að brotin sé friðhelgi einkalífsins á alla enda og kanta. Svo tekur nú steininn úr þegar Ágúst litli Ólafur vill stofna þingnefnd til að rannsaka málið. Hvað kemur þetta alþingi við. Þetta eru bara lögreglu- og dómsmál.
Skrifa ummæli
<< Home