þriðjudagur, október 25, 2005

Áfram stelpur!


Við mæðgurnar skruppum allar þrjár í göngu í gær á Kvennafrídeginum. Einhverjar súrar kerlingar sem voru á bak við mig í göngunni voru þó eitthvað að muldra að þær væru fegnar að vera ekki með börnin sín, að labba með þau í kerru eða í mannmergðinni, en Huldu Ólafíu fannst fantagaman og stóru systur hennar einnig.





Svo hittum við Helgu systur, Þórhildi og Guðrúnu á kosningaskrifstofunni hjá Hönnu Birnu, hvar þær voru að hlýja sér og spjalla við Pétur sem er að störfum þarna. Við heilsuðum Hönnu Birnu, þáðum kökur og smá yl, kvöddum svo frúnna og óskuðum henni góðs gengis.



Þá fórum við næst á Ingólfstorg og hlustuðum á ræður og söng og hápunkturinn var að sjálfsögðu þegar upprunalegu dömurnar sem sungu á Áfram stelpur plötunni komu fram og sungu ásamt fleirum.

Svo gengum við vestur í bæ heim til stelpnanna þar sem Hulda Ólafía náði úr sér hrollinum, át upp úr þremur smáskyrsdósum, horfði á teiknimyndir og gerði harða atlögu að hringstiganum.

Okkur Valgerði var hins vegar boðið upp á afar hollustusamlegt kjúklingasalat og við þökkum kærlega fyrir okkur. Við nenntum ekki að fara út í kuldann aftur og fengum því húsaskjól þangað til Siggi sótti okkur.

Magnaður dagur, mögnuð upplifun.



2 Comments:

At 3:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já,,fyndast við það í þvöginni rétt hjá Subway,,þá sagði kona, sem var fyrir framan mig, ekki ýta svona á mig,,ég horfði nú bara undrandi á hana,og sagði,,það er ekki ég sem er að ýta á þig heldur þúsundir kvenna sem eru fyrir aftan þig! Það er nú dálítið erfitt að skilja börn ,,sem eru í kerru heima þegar leikskólinn eru lokaður og pabbarnir eru í vinnunni! Sumar konur,,hihihi!

 
At 6:45 e.h., Blogger Þórdís Huldu og Guðmundar said...

Ekki misskilja mig, ég er ekki að dissa 101 í fyrri pistli. Þykir afar vænt um miðbæinn, annað væri ekki hægt þar sem ég hef meira eða minna verið þarna frá barnæsku.
Sendi þér svo tölvupóst um hvernig mögulega er hægt að trekkja íslensku stafina í gang.

 

Skrifa ummæli

<< Home