laugardagur, október 15, 2005

Munaður

Af hverju fer maður ekki oftar í klippingu?

Fór í morgun í klippingu og strípur.
Engin börn, fólk að dedúa við kollinn á manni, gott kaffi úr einhverri ofurkaffivél, nýjustu blöðin og þegar manni er þvegið um höfuðið eftir strípurnar þá fær maður höfuðnudd með.
Maður ætti að leyfa sér þetta oftar því þetta er ekki slæmt fyrir sálina.
Ég dreif mig og pantaði strax næsta tíma sem þó verður ekki fyrr en í desember, semsagt jólaklippingin.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home