föstudagur, desember 16, 2005

Þegar myndakökur bakast...

Ég var að komast að því að eiginmaðurinn er mjög liðtækur myndakökubakari. Að vísu fullhrifin af því að búa til kökur sem líta út eins og kalkúnar en þessum baksturshæfileikum hefur hann haldið leyndum í þau rúmlega sautján ár sem sambúð okkar hefur enst.

En við erum þó komin spori lengra í jólaundirbúningnum en í fyrra. Þá var nefnilega bara búið til deigið og svo hafði undirrituð aldrei þrek til að baka skrattans kökurnar. Deiginu var svo hent úr frystinum í febrúar/mars að mig minnir.

Jæja, rétt rúm vika til jóla og jólafólin eru að fara að gera laufabrauð á laugardaginn. Heimur batnandi fer.

1 Comments:

At 10:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Elsku litla systir. Ég er sko með
ykkur í anda að baka laufabrauðið og finnst verst að þurfa að éta það í anda líka. Annars fengum við önnur lífsins gæði hér. Fórum á veitingahús í hádeginu og borðuðum úti á stuttermatreyjum enda 16 gr hiti og sól á Þorláksmessu. Svolítið skrýtið, finnst þér ekki. Megið þið eiga gleðileg jól og farsælt komandi ár. Minnið börnin á það má ekki rífast eða fara í fýlu fyrr en á annan í jólum amk. Við sendum ykkur ástarkveðjur

 

Skrifa ummæli

<< Home