Rollercoaster ride!
Jæja, desember er komin af stað eins og rússibaninnn úr helvíti.Brjálað að gera í vinnunni og ég neyðist til að kaupa mér últra Ecco hlaupainniskó svo fæturnir mínir lifi daginn af.
Af hverju trompast fólk svona gjörsamlega fyrir jólin? Hátíð ljóss og friðar eða hvað? Mér skilst meira að segja að samviskusamar húsmæður séu enn í þeim bransa að gera monster hreingerningar fyrir jólin. "Taka skápana", "taka frystikistuna" (Eins og í "Ertu búin að taka skápana?")
Ákveðnir hlutir verða reyndar gerðir hér á heimilinu fyrir jólin. Ég var búin að mála prufur á tvo veggi og þarf þar af leiðandi að mála viðkomandi veggi svo þeir verði ekki doppóttir. En ég var að spá í hvort ég ætti að þvo gluggatjöldin í stofunni, þið vitið, hreinsa súkkulaðiklístur úr þeim eftir litlar hendur. En svo ákvað ég að ég nennti ekki að strauja fimm vængi úr harðsvíraðri bómull svo dimmerinn verður látinn duga. Svo langar mig ekki að taka sénsinn á að allt heila klabbið skreppi saman í þvotti og ég sitji uppi með gluggatjöld sem eru jafn stutt og buxurnar hans Michael Jackson!
Verkefni helgarinnar er að redda restinni af jólagjöfunum og finna föt á dæturnar svo þær fari nú ekki í jólaköttinn.
Svo þarf ég að æfa mig að gera fléttur í litlar stelpur því Hulda kom svo fín heim úr leikskólanum í gær, með tvær fastar fléttur sem voru settar í hana af henni elsku Rúnu hennar.
Við höfum reynt að halda hlutunum sæmilega rólegum hérna heima en maður finnur samt fyrir spennunni sem heltekur þjóðfélagið.
Ég er orðin vægast sagt hundþreytt og er að taka það út með því að fá kvef númer tvö á tveimur mánuðum, ég sem verð sjaldnast lasin. Og svo má náttúrlega ekki gleyma sjálfsköpuðum vandamálum. Var að flýta mér í vinnunni, greip kaffibollann minn og hellti gamla kaffinu úr honum, setti nýtt. Fattaði allt of seint að ég hafði síðast notað þennan bolla deginum áður, ekki fyrr um morguninn. Niðurstaða? Tveggja daga magakveisa, tvö kíló farin og synd að ég skuli ekki vera fegurðardrottning í leit að laxerandi. Nú er ég farin að skilja af hverju sumir lifa bara á kaffi og sígarettum til að halda línunum. Nota bara nógu ógeðslega bolla og þá getur maður borðað hvað sem er. Rennur beint í gegn.
Huggun harmi gegn að í dagbókinni minni stendur að það sé jólaföndur á Vegamótum á mánudagskvöldið. Ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til....
3 Comments:
Spennu,,sem betur fer verð ég í fríi úr vinnunni mest allan desember,,ef ég væri í vinnunni þá þurfti að gefa mér róandi,,,vegna íslenskra húsmæðra sem eru að koma heim frá Ameríku,,og eru að kaupa svo mikið því að allt var svo ódýrrt í henni Ameríku! Ég er segi nú bara hvernig fór þessi Rúna að láta fastar fléttur í hárið á Huldu,,ég myndi ekki einu sinni reyna það!
Frábært ráð með dimmerinn. Ég mun gera enn betur - það verður bara slökkt heima hjá mér um jólin (verð að heiman:))
Ég held að við verðum alltaf að muna það að jólin koma alveg sama hvort að það sé búið að þurrka af himinháa skápnum (bara jólasveinnínn sér ofan á hann) og hverjum er ekki sama þó að það sé ekki búið að strauja allar nærbuxunurnar:) Ég held að þetta jólastress í þjóðfélaginu sé bara sjálfskaparvíti. Það þarf ekki að baka 7 sortir (krökkunum þykir helmingurinn vera vondur og því enn afgangur á næstu jólum) og fólkinu sem þú hittir síðast fyrir 25 árum er alveg nákvæmlega sama þó að það fái ekki jólakort þetta árið. (Gott ráðið heima hjá okkur (Fifo - first in - first out - ef það kemur inn jólakort sem maður átti ekki von á þá er alltaf hægt að redda því:))
Garún (ennþá 29 ára!!!)
Fifo er hugtak sem yfirgreiddur endurskoðandi hjá KPMG kynnti fyrir mér.
Góð hugmynd fyrir jólakort.
Þórdís (líka ennþá 29 ára!)
Skrifa ummæli
<< Home