Kakó kakó!
Við kvensurnar á heimilinu fórum áðan út og prófuðum nýju sleðabrekkuna sem er við hinn enda götunnar. Huldu þótti feikna gaman, bæði að renna niður á sleða og eins að fara í rennibrautina sem er þarna. Svo gaman að hún vildi ekki fara inn og reyndi að lúskra á mér og Valgerði fyrir að standa fyrir slíkri ósvinnu.En þegar hún frétti að hún fengi kakó inni þá hýrnaði yfir henni og hún sönglaði "kakó, kakó!" á meðan hún gekk upp stigann á efri hæðina.
Núna er Valgerður að búa til téð kakó og þá drekkum við allar kakó kakó!
Sigga fólk kemur að borða hjá okkur í kvöld og við þurfum líklega að fara að reikna út hvað maturinn þarf að vera lengi í ofninum. Ekki seinna vænna.
Eigið góðan sunnudag!
1 Comments:
Maður, maður botnar bara ekkert í þessu. Við grínuðumst með það í dag að maður þyrfti að fara til Spánar til að drepast úr kulda. Húsin eru skítköld á kvöldin og nóttinni svo ekki sé talað um þegar sólin lætur ekki sjá sig eins og í gær. Þá rigndi gríðarlega, en sólin kom aftur í dag og þá blómstra ólíklegustu plöntur. Þá varð mér hugsað til snævar og kulda á Ísland þar sem húsin eru heit allan sólarhringinn. Kakó og te eru því vinsælir drykkir á kvöldin!!!
Skrifa ummæli
<< Home