Bara fínt held ég
Höfum átt alveg stórfín jól og ég hef verið í svo góðu skapi að flestir sem hafa hitt mig hafa sennilega haldið að ég hafi verið haugfull upp á dag. Það er ekki, bara ánægð með lífið og tilveruna.Aðfangadagur gekk ljómandi vel og á jóladag fórum við í fantagott afmælisboð hjá mæðgunum í Njarðvík.
Svo á annan í jólum var skroppið til Óla og Sigrúnar þar sem við máttum hafa okkur öll við að hlaupa á eftir Huldu Ólafíu sem gerði ítrekaðar tilraunir til að fara upp stigann.
Í gær skruppum við á Barnadeild Lansans að hitta svefnhjúkrunarfræðinginn og eftir áramót á að kenna Huldu og okkur betri svefnsiði. Það verða örugglega heljarinnar læti til að byrja með, spurning hvort við vörum nýju nágrannana við áður en aðgerðir hefjast.
Svo er smá jólasamkunda hjá Lilju síðdegis í dag og á laugardaginn verður að sjálfsögðu áramótageimið. Endalaust partí eða hvað?
Hulda er búin að horfa á Stubbana yfir jólahátíðina og syngur hástöfum með. Svo er aðalsportið núna að segja "Nei" á öllum mögulegum og ómögulegum tímum. Einstaka "Já" flýtur þó með stöku sinnum.
Hafið það gott.
Jóldís
2 Comments:
Hlakka til að sjá þig á eftir skvís!
Sömuleiðis!
Skrifa ummæli
<< Home