föstudagur, febrúar 10, 2006

Hún á afmæli í dag


Hulda Ólafía er þriggja ára og kom heim úr leikskólanum með kórónu til að sanna mál sitt.
Ég náði einni mynd áður en ungfrúin fjarlægði höfuðskrautið.

Hún fær að sjálfsögðu pakka og köku í kvöld og verður vonandi lukkuleg með gjafirnar.
Siggi leyfði mér ekki að kaupa verkfærasett handa henni og sá fyrir sér Huldu klípandi systur sína í nefið með töngum, blómin í tætlum og fleira gott.
Við hins vegar keyptum handa henni músíkalska gjöf.
Hafið það gott um helgina!

8 Comments:

At 8:35 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með litlu dömuna, mikið er hún orðin stór. Við sendum ykkur fagnaðar afmæliskveðjur frá stórbaunalandi.

Svona by the way, þá er síðan okkar niðri, það er ekki hægt að skrifa inn á hana eða skoða myndir eða neitt þar til Siggi getur sett hana upp upp á nýtt. Það er búið að hakka sig inn á hana tvisvar og setja ljótar skopmyndateikningar af dönum að beygja sig fyrir tyrkjum, sem sagt tyrki sem hakkaði sig inn.

Enn og aftur til hamingju með snúlluna og eigið góðan dag í gær og í dag.......

Kristín og Có í baunalandi

 
At 10:40 f.h., Anonymous Nafnlaus said...


Til hamingju með litlu dömuna í gær. Svakalega líður tíminn hratt:)
Kveðja,
Guðrún Björk

 
At 4:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mér hefur aldrei þótt Valgerður og Hulda mjög líkar en á þessari mynd er litla daman farin að líkjast stóru systur.
Kv.
Þórhildur

 
At 5:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Greinilegt að Hulda var eitthvað drífa sig í burtu á þessari mynd! Við mætum auðvitað hress og kát á morgun í afmælið,,pakkin er ekki komin til landsins,,svo hún fær bara lítin pakka frá okkur öllum á morgun,,og fær þennan stóra seinna!

 
At 10:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Við í Spanjólalandi sendum Huldu litlu Ólafíu krulluhaus miklar og voldugar afmæliskveðjur. Afmælisgjöfin kemur annað hvort með Helga í kringum 20. eða þegar við komum bæði 21 mars. Hún er glæsileg á myndinni. Lifandi eftirmynd Huldu ömmu sinnar á leiðinni í partý í flottum grænum kjól. ástarkveðjur, koss og knús af sólarhlýjum Spánarströndum.

 
At 11:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég heimta mynd af Sollu Stirðu leikin af Huldu Ólafíu!

 
At 10:28 f.h., Blogger Þórdís Huldu og Guðmundar said...

Ég skal með ánægju setja inn Sollu stirðu við fyrsta tækifæri.
Heyri ég rétt, eru Spánarfararnir að mæta í ferminguna?

 
At 8:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já, Spánarfarar breyttu snarlega áætlun um að koma bæði í febrúar, þegar við áttuðum okkur á því að kennslan, fermingin og níræðisafmæli Kristínar gömlu fellur allt á sama tíma. Svo við mætum á staðinn með fermingargjöf, afmælisgjöf fyrir báðar píurnar og restina af afmælisgjöfinni hennar Helgu. Við gátum ekki sleppt því að hitta familíuna alla í einu.

 

Skrifa ummæli

<< Home