þriðjudagur, janúar 10, 2006

Afmælisbörn, jólaskraut og Tómas Jónsson (metsölusöngvari)

Fyrst ber að óska afmælisbarninu bróður mínum mikið og vel til hamingju með afmælið í dag sem leið (já, ég fer seint að sofa í dag) og sömuleiðis Helga í Spanjólalandi sem átti afmæli þann fjórða.

Svo er ársafmæli míns prívatbloggþvættings en það verður ekki haldið upp á það á nokkurn hátt.
Var að enda við að taka niður jólaskrautið og það er alltaf jafn áhugavert, allt í einu öðlast stofan arkitektúr aftur þegar jólatréð er tekið niður.
Á þó eftir að herða upp hugann og fjarlægja seríuna af svölunum en veðrið hefur verið heldur ömurlegt síðustu daga.
Annars skreyttum við tiltölulega lítið en samt tók það dágóðan tíma að raða saman öllu dótinu. Og bara örfáir jólasveinar uppi á veggjum sem Hulda Ólafía hafði nú ekki mikið álit á. Hennar álit? "Ojjj!" og svo bætti hún því við að þeir væru skamm.

En ég hef greinilega ekki verið í réttu veislunum um áramótin því ekki var ég í London að hlusta á Tom Jones með burgeisum landsins.
Þarf eitthvað að endurskoða starfsvalið...

1 Comments:

At 12:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Tom Jones var greinilega svo dýr að fólkið þurfti að mæta með sitt eigið áfengi!! Fyndast við þetta,,þá var í fréttum að Þorgerður Katrín menntamálaráðherrra hefði mætt,,ekki fannst mér það skrítið þegar eiginmaður hennar er einn af topp mönnunum í KB banka!Gaman af svona snobb rugli!

 

Skrifa ummæli

<< Home