Nýfægður mykjudreifari
Ég veit ekki hvort eigi að fagna sérstaklega ritstjóraskiptum hjá DV. Það eru enn sömu eigendur og stjórar að sneplinum og forvitnilegt að sjá hvort þeir haldi áfram að nota blaðið til að ausa skít yfir andstæðinga sína. Blaðið virðist beinlínis keypt til slíkra verka svo það má mikið gerast til að þeir sleppi klónum af því.Og sömu "blaðamenn" enn að störfum og hæpið að þeir hafi lært eitthvað nýtt frá í gær.
Kannski dugar þetta til að slá ryki í augun á fólki svo blaðið fari að seljast aftur og hætti að blæða peningum. En ég tek þessu með fyrirvara.
Í öðrum og gleðilegri fréttum þá er kominn heilmikið af hvíta stöffinu hérna, þ.e.a.s snjó og ég var úti í meira en klukkutíma áðan að moka fyrir framan húsið.
Við erum líka að fá gesti annað kvöld og eins gott að þeir komist að kofanum. En snillingurinn ég gleymdi að moka stíg að ruslatunnunni, þrátt fyrir að hafa mokað ca. 100 fm. hérna fyrir framan og núna nenni ég ómögulega út að bæta fyrir gleymskuna.
Skipulagsdagur á leikskólanum hennar Huldu í dag svo ég var bara hálfan dag í vinnunni.
Keyrðum framhjá klessta strætisvagninum og það var heldur ömurleg sjón. Ekki lítið hvað gengur á með bílstjóra strætó síðastliðna mánuði. Dapurlegt, og hlutaðeigandi eiga samúð okkar alla.
Keypti risastóran pott og get eldað meira eða minna Jamie Oliver í heilu lagi í honum. Kannski smá ýkjur, en á morgun fer uppskrift frá manninum ofan í pottinn. Ég efast ekki um að það verði gott, því það klikka ALDREI uppskriftirnar hans.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home