laugardagur, febrúar 25, 2006

Mikið að gera

Hér hefur verið heilmikið í gangi og ekki búið enn.
Búið að halda margfalt upp á afmæli Huldu Ólafíu og nú er undirbúningur fyrir ferminguna komin á fullt.

Siggi er að flísaleggja anddyrið og eitthvað hef ég heyrt um að gler fari að koma í hurðirnar hérna. Svo fer vonandi að styttast í það að frú Þórdís komist í bað. Þið vitið að þegar það kemur þá fer ég í ofur-lúxus-freyðibað og með flösku af Bollinger og geri eins og Oxzmá söng um hér um árið: "Full í baði"! Nei, bara að djóka með að vera full, ekki að djóka með kampavínið! Maður grínast ekki með svoleiðis.

Ég held svei mér þá að ég verði að fara að taka undir með honum Pekka vini okkar að 97% fólks falli undir skilgreininguna Fífl. Í það minnsta er það tilfinningin eftir vikuna í vinnunni þar sem hver jólasveinninn á fætur öðrum hefur mætt á svæðið og þeir kjánar sem maður hefur ekki hitt í eigin persónu, hefur maður neyðst til að tala við í síma. Eða kannski vorum við bara óheppin í þessari viku.

Las í lesbókinni að Vala Þórsdóttir leikkona, sem var samtíða mér í Hagaskóla, segist ekki hafa talað fyrr en um fimm ára aldur. Þannig að Hulda er væntanlega í ágætis málum. Hún var í það minnsta ekki í vandræðum áðan með að panta súkkulaði hjá ömmu sinnu. Einum fjórum sinnum held ég: "Húkkulaði!"

Pöntuðum veitingar hjá Veislunni í vikunni, þeim sem sáu um matinn í brúðkaupsveislunni okkar og í erfidrykkjunni hennar mömmu.
Ég held nebblega að tíma mínum sé betur varið í aðra hluti áður en fermingin rennur upp.

Það er verið að spyrja Valgerði hvaða þema á að vera í fermingunni hennar. Fyrir utan Latabæjarþema, þá væri gott að fá tillögur, þó ekki væri nema upp á fönnið!

Lifið heil!

2 Comments:

At 12:22 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það er hægt að hafa frumskógaþema :)
Kv. Þórhildur

 
At 10:04 f.h., Blogger Þórdís Huldu og Guðmundar said...

Madagascar!

 

Skrifa ummæli

<< Home