Allt í rúst!
Nú eru vaskir menn að starfa í parketlögnum. Skilst að það gangi ágætlega en heimilið er í kleinu á meðan.Heimsóttum tengdamömmu í gær svo við gætum aðeins um frjálst höfuð strokið og dæturnar fara þangað aftur í dag. Sjálf er ég að vinna til 18:00 og sæki síðan gripina ásamt Sigga. Pizza aftur í dag? Veit ekki...
Við drógum samt fram sófa í gær og horfðum á Wallace og Gromit bíómyndina.
Frábær, frábær, frábær snilld.
En ég held að Hulda Ólafía hafi mætt í leikskólann með sag í hárinu. Bara að grínast, ég greiddi það úr áður en hún fór í leikskólann.
Parketkveðjur úr Kópavogi.
2 Comments:
Ef þér vantar að "losna" við stelpurnar eitthvað um helgina,,þá getum við systurnar örugglega entertainað þeim í nokkrar klukkustundir!
Ég held það væri mjög vel þegið til að koma reglu á kaosið!
Þetta er hálfmartraðarkennt og okkur féllust hálfpartinn hendur þegar við komum heim.
Erum núna í óðaönn að reyna að búa okkur og dætrunum svefnstað í rykinu og skítnum.
Hrædd um að ryksugan fari að bræða úr sér, álagið á hana er þvílíkt!
Skrifa ummæli
<< Home