Niðr' í bæ
Var að koma heim eftir kvöld á Galeiðunni. Klukkan samt ekki orðin margt svo þetta var bara lítil galeiða í kvöld.Ég skrapp semsagt með stúlkunum, Erlu, Lilju og Guðrúnu, að borða á Vegamótum og þetta var aldeilis gaman. Í það minnsta held ég að málningin mín hafi þurft meiriháttar sparslvinnu eftir að hafa hlustað á hundasöguna hennar Erlu. Eða er það "spartl" vinna?
Enívei, takk fyrir kvöldið góðu konur og ég skal hafa auga með bleiku lúsunum . .
Hérna heima ætla ég mér að baka svolítið af muffins sem Hulda getur tekið með sér á morgun og ært blessuð börnin með sykuráti.
Svo er afmælið á morgun og þá er spurningin hvort hinn klassíski afmælismatur verður í boði: "Kjöt. Og sósa. Og ís." Matseðill ákveðinn af ungfrú Valgerði fyrir tveggja ára afmælið sitt.
Hulda Ólafía er hins vegar búin að fá uppáhaldið sitt í kvöld, pylsur.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home