fimmtudagur, apríl 21, 2005

Gleðilegt sundsumar!

Við Valgerður og Hulda fórum í morgun og horfðum á fyrirmenn bæjarins opna nýju íþróttamiðstöðina. Hálft í hvoru vorum við að vona að Gunnar Birgisson myndi stinga sér í tilefni dagsins, því eitthvað var hann búinn að segja um svoleiðis athafnir, en í það minnsta gerðist það ekki í opnunarathöfninni. Þrátt fyrir það er þetta hin fínasta laug, bæði úti og innilaug, nuddpottar, venjulegir pottar, vaðlaug, eimbað og vatnsorgel sem mun víst geta ausið úr sér vatni í takt við tónlist.
Við erum búin að bíða óþreyjufull eftir því að laugin opni og erum búin að vera eins og krakkar, klessandi nefjunum á milli girðingastauranna að fylgjast með framkvæmdum. En það fyndna er að við erum ekki eina fólkið sem gerir þetta. Við höfum hitt aðra íbúa við sömu iðju og svo skiptast menn dálítið undirlútir á skoðunum um þróunina á laugarsvæðinu.
En nú er öllum getgátum lokið, sundlaugin opnuð og við getum loksins, loksins, loksins farið að synda aftur án þess að leggjast í langferðalög milli bæjar og borgarhluta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home