Hér sé snjór!
Dagurinn í gær fór í að skoða kastalann og við kíktum inn í rosalegustu dómkirkju sem við höfum séð, Dómkirkju heilags Vitusar.Svo tókst okkur að ganga frá kastalanum í öfuga átt og í stað þess að ganga aftur að miðbænum þá fórum við lengra frá. Fundum samt fínan pöbb þar sem við borðuðum kartöflukökur með alls konar kjöt og ostmeti og drukkum bjór. Svo fórum við og skoðuðum verslanir í Andel og enduðum á því að borða á Corleone sem menn segja með bestu pizzustöðum. Það er engin lygi.
Í dag gengum við niður í bæ og komum við í Municipal húsinu og drukkum kaffi á kaffihúsinu þar sem allt er í Art Nouveau stíl. Maður segir bara eins og unglingarnir "Gekt!"
Í dag var kalt og snjókoma en afar gaman að vera á ferli og gaman að sjá borgina svona.
Svo er bara einn dagur enn og þá komum við heim!
Kveðjur úr kuldanum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home