miðvikudagur, apríl 06, 2005

Leikskólastelpa

Lítill tími hefur verið til að skrifa en skal bætt úr því hér með.
Hér í Kópavogi hefur ýmislegt verið starfað frá því á páskum.
Fyrst ber þó að skýra frá því að Hulda Ólafía er komin með leikskólapláss og byrjar seinni hluta sumars/haust á leikskólanum.
Við fengum ekki pláss á leikskólanum sem við settum sem fyrsta val en komumst að á hinum leikskólanum í hverfinu.
Um helgina voru gerð mikil innkaup, farið í IKEA og keypt ýmislegt smálegt svo sem nýtt sturtuhengi og baðmotta, og svo lampaskermar í staðinn fyrir þessa gömlu gulleitu sem voru orðnir brotnir og bramlaðir. Svo voru skelfilegu appelsínugulu gluggatjöldin fjarlægð úr svefnherberginu og hvít sett í staðinn. Ég á þó eftir að sauma faldinn endanlega á þeim, reikna ekki með að hafa tíma í það fyrr en um helgina.
Svo fórum við í Kringluna og keyptum fína Fissler pönnu á Kringlukaststilboði og enduðum svo á því að fara í Villeroy og Boch og bæta á leirsafnið.
Smáralindin var svo afgreidd á þriðjudaginn, hvar Valgerður verslaði sér jakka og bol og ég leitaði að samfellum fyrir Huldu. Sú leit bar engan árangur því einhverra hluta vegna voru allar samfellur uppseldar í hennar stærð. Þannig að ég gæti neyðst til að fara aftur í Kringluna, eins gaman og það nú er :(
Webcam æði er nú gripið um sig í fjölskyldunni og nú held ég að við verðum að slást í hópinn svo menn geti virkilega sést á netinu.
Best að hætta í bili, þarf víst að henda einhverjum þvott í þurrkarann, taka eitthvað til og fleira skemmtilegt áður en ég get farið að sofa.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home