Pálmasunnudagur
Hér hefur helgin snúist um afmæli fröken Valgerðar.Í gær voru til að mynda 10 stk. af stelpum hér á heimilinu að borða pizzu, horfa á video og almennt með havarí og læti. Allt fór þó vel fram og afmælisbarnið skemmti sér hið besta.
Engin kökuboð voru skipulögð þar sem ég nennti ómögulega að baka nokkurn skapaðan hlut þannig að fjölskyldan kom bara við snemmsíðdegis, fékk kaffi, brauð, ost og þess háttar kruðerí, svona óformlega sem var bara afar fínt.
Það fer þó ekki hjá því að maður sé örlítið þreyttur eftir þessa helgi og þarf hreinlega bara að skreppa í vinnuna til að jafna sig.
Svo nálgast nú páskafríið og bara næstum því komið vor, ekki síst af því hitinn úti er núna tólf stig!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home