Tímarugl
Ég er búin að vera í skrítnu tímarugli síðan ég kom heim frá Tékklandi.Hundþreytt í nokkra daga og svo hefur eitthvað breyst því ég er farin að geispa upp úr tíu á kvöldin og er vöknuð á milli sjö og átta á morgnana án klukku. Þar sem ég er illræmd B manneskja er þetta nokkuð óvenjulegt fyrir mig.
Hlýtur að brá af mér fyrr en síðar.
Annars fengum við hjónin svona skyndiveikindi í gær, hrikalega kalt (ég sver það, hitinn var kominn niður fyrir 36 gráður), bein og liðverkir og alger aumingjaskapur. Það bráði svo af manni á minna en sólarhring þannig að þetta var ekki einu sinni almennileg Flensa, bara svona flenslingur.
Svo vér mættum í vinnuna í morgun, að vísu leið mér eins og ég væri öll lemstruð fram eftir degi, en núna er ég bara nokkuð góð.
Fyrir utan að ég bara VERÐ að fara að sofa núna.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home