sunnudagur, febrúar 27, 2005

Ferðastress og fiðurfénaður.

Hér eru menn í ferðahugleiðingum og ég verð að viðurkenna að ég er orðin nokkuð nervös út af fyrirhuguðum reisum. Kannski ekki út af ferðinni sem slíkri en það er skrítið að skilja afkvæmin eftir heima, ekki síst þá litlu sem er búin að vera með manni upp á dag í á þriðja ár. Og allt of mikið sem ég á eftir að gera í vinnunni og heima.
Hanaófétið er fullteiknað og kvikað (animated) svo nú er vonandi hægt að fara að snúa sér að nýjum verkefnum.
En á miðvikudagskvöldið verð ég líklega komin í kuldann í Prag með öndina (hanann) í hálsinum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home