fimmtudagur, maí 19, 2005

Sumarið er tíminn. . .

Ég er ekki alltaf alls kostar sátt við sumarið.
Vissulega er gott þegar fer að hlýna aftur og það er fullt af hlutum sem er meira gaman að gera á sumrin en veturna.
En með sumrinu koma líka pöddur, ekki uppáhaldið mitt.
Inni í stofu verður sjóðandi heitt, ég veit að ég þarf að laga það með gardínum en er bara ekki búin að því ennþá. Svo vaknar maður eldsnemma á morgnana við glampandi birtu inni í svefnherbergi. Við erum að tala um fimm á morgnana eins og er, spurning hvað gerist þegar sólin hækkar enn meira á lofti. Þannig að ég er frekar vansvefta þessa dagana.
Svo kemur rúsínan í pylsuendanum: frjókornaofnæmi. Nú er búið að vera bjart og þurrt í nokkra daga og ég er aldeilis farin að finna fyrir því. Neyddist til að taka ofnæmistöflu í dag sem ég þó slepp oftast við.
En við erum víst að fara að mæla fyrir myrkvunartjöldum í svefnherbergin í kvöld svo eitthvað ætti að lagast núna.
Ef ekki, þá þarf ég líklega að fara og panta prósakk og róandi hjá heimilislækninum svo ég meiki það fram á haust!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home