Í stuði með Guði!
Í kvöld fórum við á fund í Hjallakirkju með prestinum okkar, tilvonandi fermingarbörnum og foreldrum þeirra.Þegar prestinum fannst mannsskapurinn orðinn eitthvað þungur á brún svippaði hann fram gítarnum og lét okkur syngja um spóa og rjúpur og gera hljóð og hreyfingar. Svaka stuð í salnum á meðan fólk hermdi eftir köttum, hundum og mannfólki og söng og klappaði og skemmti sér konunglega.
Svo talaði hann meira, sýndi powerpoint myndir og stofnaði svo aftur til söngs, í þetta sinn aðeins ljúflegri. Bað bæna og bauð svo upp á kaffi og kex.
Líst vel á þennan bisness. Sem er eins gott því okkur er uppálagt að mæta í bunka af guðsþjónustum í vetur ásamt Valgerði. Mér sýnist að okkur muni ekki leiðast.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home