þriðjudagur, september 13, 2005

Og svo. . .

Hér hefur ýmislegt verið starfað þó ekki sjáist það á heimilishaldinu hahaha! (Þetta var svona brjálæðislegur hlátur útvinnandi úthverfahúsmóður sem meikar þetta ekki lengur!)

Við til dæmis fórum í Byko og versluðum fullt af ljósum fyrir híbýli okkar, fundum flísar fyrir baðherbergin og eldhúsið og keyptum bolta til að festa þakrennurnar. En að sjálfsögðu erum við enn ekki búin að festa herlegheitin á sína staði.
Skýringin felst að einhverju leyti í því að við vorum að þessu á sunnudaginn og þegar við loksins dröttuðumst heim var það alveg fjarri manni að fara að gera eitthvað svona DIY.

Í gærkvöldi skrapp ég svo á Vegamót að hitta Erlu og Lilju, svona rétt áður en fröken Erla fer aftur til USA að kenna lærissneiðum sínum. Það var voða gaman en mikið vantaði Guðrúnu Mary sem mér þó skilst að komi heim í næsta mánuði.

Hulda Ólafía er enn með einhverjar tiktúrur í sambandi við svefn og fleira þannig að einhver þolinmæðisvinna er framundan.

Og unglingurinn fór í kvöld að sjá prins drauma sinna í 'Charlie and the Chocolate Factory'
Ég vildi að ég hefði þrek og tíma til að horfa á heila bíómynd.
Kannski býður Skúli einhvern tímann?

Hahahahahaha......
(Cue góðu mennirnir í hvítu sloppunum!)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home