Eftir langa mæðu
Ég biðst forláts án afláts að hafa ekki haft uppi æsispennandi pistlaskrif í nokkurn tíma.Þar er um að kenna smá róti sem varð á okkar fólki þegar það hóf nám á fyrsta skólastigi menntakerfisins.
Það er að segja, það tók smá tíma fyrir Huldu Ólafíu að læra nýjar rútínur í sambandi við svefn og almennt að sætta sig við að það væri hægt að sofa á leikskóla. Dagana sem okkar manneskja svaf svo ekki í leikskólanum sofnaði hún á leiðinni heim ef hún var í kerru eða þá í sófanum heima ef hún var skikkuð til að ganga heim. Svo var ekki möguleiki að vekja ungfrúnna fyrr en henni hentaði og þá fylgdi í kjölfarið að hún vakti meira en góðu hófi gegndi fram eftir nóttu. Ég hélt svei mér þá að ég væri að fá svona svefnsýki þar sem ég dottaði alltaf ef ég mögulega gat, svaf í sófanum og átti í mestu erfiðleikum með að halda haus í strætó.
En nú er allt að færast í eðlilegt horf og undirrituð farin að sofa þá líka meira á nóttunni.
Svo hefur verið mikið annríki í vinnunni bæði fyrir sjávarútvegssýninguna og svo fyrir einhverja vest-norden ferðamálaráðstefnu sem annar hver kjaftur virðist vera að fara á.
Heimilið hefur svona beisiklí rotnað á meðan á þessu hefur staðið en mér tókst að taka pínu til í dag með hjálp Valgerðar og með engri hjálp frá Huldu sem bara rótar til.
Hún er reyndar farin að taka saman kubbana sína þegar hún er búin að leika sér með þá sem mér finnst alveg snilldarþróun. Greinilega gott að vera í leikskóla.
Svo, ef einhver vill búa við hliðina á mér þá er húsið við hliðina á okkur til sölu á einungis 42,9 milljónir.
7 Comments:
Það er eins og baðmottan hjá þeim sé Morgunblaðið :) Er þetta fólk ekki búið að búa mjög stutt við hliðin á ykkur?
Akkúrat ár held ég.
Við hljótum að vera svona erfið í sambúð!
Nei, ég veit bara ekki af hverju þau eru að fara. Kannski hafa þau fundið betra hús fyrir hundaeldið. Eða kannski eru þau að nýta sér hina gífurlegu hækkun á fasteignaverði. Ég held að verðið sé um 15 millj. krónum meira en þau keyptu á.
Vertu fegin,,þá eru aðeins færri hundar í kringum þig en eru nú þegar! Vonandi eiga þá ekki nýju nágrannarnir hunda líka!
Ég skil ekki alveg lýsinguna. Er eitt svefnherbergið á efri hæðinni eða eru þrjú á neðri hæðinni.
Það eru þrjú á neðri hæðinni. Þar sem við erum með okkar þvottahús og geymslu eru þau með hjónaherbergi.
Þar sem hjónaherbergi hefði átt að vera á efri hæðinni er núna sjónvarpsstofa.
Og þar sem barnaherbergi ætti að vera á efri hæðinni er þvottahús og geymsla.
Skrýtið að eyða svona stórum hluta af efri hæðinni þar sem birtan og huggulegheitin (no offence Valgerður) í þvottahús og geymslu.
garún
Fólkið sem bjó þarna fyrst var með lítil börn og vildi hafa öll svefnherbergi á sömu hæð.
En ég get ímyndað mér að það sé ansi dimmt í hjónaherberginu niðri með þessa pínu glugga.
Skrifa ummæli
<< Home