Aldrei friður
Enn er nóg að gera á þessum vígstöðvum (það koma alveg ósjálfrátt allar þessar tilvísanir í hernað, ég sver það!).Hulda er aðeins að settlast núna í rútínu og við þar af leiðandi aðeins líka að ná okkur oggulítið á strik.
Valgerður hefur svo mikið að gera að maður sér hana varla og ef frökenin skeinist til að blogga um það getur hún örugglega gert betur grein fyrir manndrápsdagskránni sem hún er búin að setja sér.
Búið að setja upp fín ljós í herberginu hennar Huldu og setja huggulega hillu fyrir dótið hennar. Það kom til af því að ungfrú Hulda var farin að standa upp á skrifborðinu sem var inni hjá henni og okkur líkaði ekki alls kostar slíkir loftfimleikar. Einnig er farin að sýna sig þörf á nýju rúmi þar sem frökenin er farin að reyna sig við að príla úr rimlarúminu.
Nú eigum við eftir að setja upp vegglampa handa henni og þá fer herbergið hennar að vera virkilega kósí.
Við eigum eftir að setja upp þau ljós sem við keyptum sjálf, erum ekki alveg búin að hafa þrek í það ennþá en ætlum þó að leggjast í smá málaravinnu á tveimur veggjum sem téð ljós eiga að fara á.
Og viti menn, það er mikið, mikið, mikið að gera í vinnunni, mér sýnist að með dauða VHS bandanna sé allt heila gillimojið að koma inn til mín. Svo er Iceland Airwaves í næsta mánuði og það eru meiri líkur en minni á að það jafngildi vertíð í mínu starfi. Um sama leyti hefst jólatörnin sem endist fram að... (giskið á það!) Jáááá. . . fram að jólum.
Ætli ég geti fengið róandi strax hjá heimilislækninum, svona í tilefni jólanna?
3 Comments:
Það er alltaf erfitt að horfa fram á svona törn/tarnir. En svo er tíminn bara svo asskoti fljótur að líða þannig að þetta verður búið áður en maður veit af. A.m.k. tel ég sjálfri mér trú um það:)
Baráttukveðjur,
Guðrún Björk
Klukk! Ég er búin að klukka þig,,þetta þýðir að núna þarft þú að segja 5 tilgangslausa hluti um sjálfan þig!
1. Sjampóið hans Sigga er betra fyrir mig en sjampóið mitt.
2. Ég borðaði pasta með ostafyllingu i kvöldmat.
3. Ég borðaði bæði peru og ferskju í dag.
4. Ég finn ekki eina flíspeysuna mína.
5. Ég er í svörtum nærbuxum af ákveðinni frænku minni, merktum Debenhams, stærð 14!
Klukk!
Skrifa ummæli
<< Home