mánudagur, ágúst 22, 2005

Erfið helgi

Erilsöm en skemmtileg helgi að baki. Gestir á föstudaginn, sumarbústaður á laugardaginn og komið tilbaka á sunnudaginn. Við Hulda steinsváfum á sunnudagssíðdeginu og vöknuðum ekki fyrr en Siggi hringdi og spurði hvort við værum ekki tilbúnar að fara að versla. Svo var farið á harðahlaupum í Smáralind, keypt stígvél handa Huldunni og orðabækur handa Valgerði. Mamma hans Sigga og Mummi komu svo í kaffi á sunnudagskvöldið. Fínt mál allt saman en ég held ég verði að fara snemma að sofa í kvöld til að jafna mig á þessu öllu saman.
Sæki Huldu í leikskólann á eftir en við verðum kerrulausar og göngum þess vegna heim. Spennandi að vita hvað stuttfóta er lengi að ganga heim. Það verða örugglega all nokkur stopp til að skoða blómi, steina, íspinnaprik, dauða máva og almennt allt sem er á leiðinni.
Valgerður garpur hljóp 10 km. á laugardaginn. Varð nr. 819 yfir allt og nr. 17 í sínum flokki.
Þvílíkt afrekasumar hjá barninu.
Núna byrjar hún í skólanum og hættir vonandi að stjákla um á nóttunni (þetta er brandari, Valgerður!)
Fékk nýja diskinn með Gorillaz í afmælisgjöf frá feðginunum. Var að hlusta á hann í gær og þetta er tær snilld. Mæli eindregið með honum.

5 Comments:

At 10:11 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það var sama hér. Ég var alveg ógurlega þreytt eftir helgina. Þrátt fyrir að farið var snemma að sofa í sumarbústaðnum og dormað allan sunnudaginn. Höðfingasleikjan ég, glaðvaknaði við að horfa á þátt um Friðrik og Mary, prins og prinsessu í Danmörku, í gærkvöldi. Alveg afskaplega hyggeligt par.

 
At 2:01 e.h., Blogger Þórdís Huldu og Guðmundar said...

Held ég sé ennþá þreytt og fer líka snemma að sofa í kvöld!

 
At 5:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég fór í gær til Árna Geirs frænda míns og hitti þar Vestur-íslenska frænku sem heitir Joan. Joan ólst upp í Winnipeg og var skautadrottning á sínum yngri árum. Sonur hennar er einhver frægur ljósmyndari og hérna slóð þar sem myndirnar hans eru http://www.ashesandsnow.org/. Ég fór auðvitað að njósna um hann á netinu og selur hann myndirnar dýrum dómum og hafa þær selst allt að $350.000. Meðal eiganda af myndunum hans er Donna Karen.
Kveðja, þórhildur

 
At 11:15 e.h., Blogger Hulda Katrín Stefánsdóttir said...

Hvað!! Engin pistill,,leiðist eitthvað á næturvaktinni,,og fann ekkert nýtt hérna!
Kveðja
Hulda Katrín

 
At 10:26 e.h., Blogger Þórdís Huldu og Guðmundar said...

Illa sofin síðustu vikur á meðan Hulda Ólafía er að venjast nýju svefnfyrirkomulagi.
Hef þess vegna notað allar lausar stundir til að dorma í sófanum eða rúminu.
Ég held þó að barnið sé eitthvað að settlast á rútínunni og þá ætti pistlaskrifum að fjölga aftur.

 

Skrifa ummæli

<< Home