þriðjudagur, mars 21, 2006

Hulduherinn strikes again!

Nú er hægt að fullyrða það að heimilið sé í algjöru uppnámi og yours truly líka.
Spennandi að vita hvort það hnoðast eitthvað saman fyrir fermingu.
Systurnar úr Njarðvík hafa skipst á að fara með Huldu Ólafíu í bíó síðustu tvær helgar og sportað með hana um bæinn á meðan við höfum baslað við að setja saman heimilið aftur.
Í gær komu svo Helga systir og Hulda Katrín eins og frelsandi englar. Helga verkstýrði styttingu og földun á gluggatjöldum og Hulda Katrín verkstýrði Huldu Ólafíu, lék við hana, tróð í hana pizzu og endaði með því að baða gripinn og klæða hana í náttföt. Þegar þær fóru um tíuleytið héldum við áfram framkvæmdum og að lokum máluðum við Siggi baðherbergið, fyrri umferð. Vöknuðum svo eldsnemma í morgun og máluðum seinni umferð. Núna er ég gjörsamlega úldin, kallinn er í trésmiðjunni að klára þrepin á stigann en við megum ekki við því að leggjast alveg í kör strax.
Þannig að eitthvað verður pínu bjástrað í kvöld. Reyni samt að sofna skikkanlega svo ég verði ekki barasta lasin á laugardaginn.
En til kvenpeningsins í fjölskyldunni: Þúsund þakkir og trúlega drykkir líka!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home