mánudagur, mars 13, 2006

Með sag í augunum (og örugglega á fleiri stöðum!)

Við erum fullkomlega úrvinda eftir síðustu viku en það er þó búið að parketleggja allt nema stigann sem þarf að sérsmíða í.
Eigum enn eftir að endurraða ýmsu dóti en það er þó huggun harmi gegn að tölvan er komin í gagnið.
Mér finnst ég gæti sofið endalaust og svo er ég sannfærð um að ég sé með sag í öðru auganu!
Svei mér þá ef ég hryn ekki barasta í það að fermingu lokinni eins og aðrir góðir alkar og ég held líka að ég ætlist til að fá góða hjálp frá mínum nánustu.
Þið vitið hvað ég er að tala um systur(þá meina ég allar systur)!
Happy hour, þið vitið!

Að þeim orðum sögðum þá óska ég systur minni, henni Auði Eir, til lukku með nýju blóksíðuna. Hún er góður penni og ég er búin að bæta henni í tenglana hér til hægri.
Svo lumar hún á snilldar spænskum uppskriftum til að gleðja sálirnar. Ég hins vegar eldaði gómsætar pylsur áðan, það er öll mín eldamennska þessa dagana, jú og ég rista brauð stundum á morgnana.

Nú er víst farið að vera brýnt að svæfa unga dömu og fara svo og hnoða saman einhvers konar boðskortum.
Bæjó í bili.
Húsmóðirin í Kópavogi.

3 Comments:

At 11:52 f.h., Anonymous Nafnlaus said...


Til hamingju með það hversu langt þetta er komið með parketið. Mér finnst þetta hafa skotgengið hjá ykkur og lítur mjög vel út hjá ykkur. Ég er alltaf til í Happy hour - ég er í sama ástandi á þú - ég held að ég geti sofið núna fram í næsta mánuð:)
Kveðja,
Guðrún Björk

 
At 9:40 e.h., Blogger Þórdís Huldu og Guðmundar said...

Happy hour it is!

 
At 2:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir hólið, góðar óskir og boðskortið. Við munum mæta í fermingu fröken Valgerðar og eins og alltaf er ég til í "happy hour". Það eru ekki til skemmtilegri happy hour en hjá okkur "systrum". Tala ekki um þegar kallarnir taka að sér eldamennskuna á meðan!! Ástarkveðjur og gott gengi, tsu.., tsu...

 

Skrifa ummæli

<< Home