laugardagur, apríl 08, 2006

Loksins! Að afstaðinni fermingu!

Loksins, loksins komst ég að tölvunni eftir fermingartörnina.

Eins og þið vitið flest þá var tekið hraustlega á hér síðustu vikuna og fermingardagurinn gekk svo eins og í sögu.
Fallegt veður, falleg athöfn, góðir gestir og himinsælt fermingarbarn.
Við þökkum innilega fyrir samveruna og hjálpina frá vinum og vandamönnum í kringum ferminguna.

En að þessu loknu var undirrituð alveg búin í þó nokkurn tíma. Er ekki enn búin í raun og veru að ná fyrri starfsorku. Það stendur þó allt til bóta vona ég.
Í það minnsta er páskafríið framundan og ég er að vona að það fari friðsamlega fram.
En hins vegar hefur varla handtak verið gert hér á heimilinu síðan um fermingu fyrir utan almenn þrif. Ég er að verða búin að vinna mig niður úr þvottafjallinu sem var búið að myndast inni í þvottahúsi og vonandi klárast það um helgina.

Svo ætlaði ég að fara að þrífa á eftir en hef ekki haft mig í það strax. Ætla samt að bíta á jaxlinn og gera þetta fyrir kvöldið.
Eymdarástand ekki satt?

Gunni og Kiddý tóku samt af sér að afstressa gömlu hjónin um siðustu helgi og við þökkum kærlega fyrir góða skemmtun.
Og svona for the record, páskabjór vinnur á áhrifum jólabjórs! Spyrjið bara Sigga!

Og svo sendum við fermingarbarninu Emmu og fjölskyldu góðar kveðjur út til Eyja og vonum að þið eigið góðan dag.

1 Comments:

At 12:32 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Fermingin var alveg brilljant - húsið orðið alveg stórfint og fermingarbarnið alveg stórglæsilegt og sveif um á bleiku skýi:) Þið slappið bara vel af um páskana til að ná ykkur endanlega niður eftir þessa törn
Kveðja,
Guðrún Björk

 

Skrifa ummæli

<< Home