laugardagur, febrúar 12, 2005

Samlede Værker

Þetta er nú búið að vera aldeilis merkilegt hérna.
Afmælisbarnið mætti hjá heimilislækninum á afmælisdaginn og var greind með væga eyrnabólgu og barnaexem. Svo maður minnist nú ekki á bullandi kvef en það þurfti ekki að greina það af því það var augljóst. Á föstudaginn var daman með hitaslæðing og hálf ræfilsleg þannig að hún var höfð heima. En í hádeginu, akkúrat þegar Helga var í heimsókn, komu í ljós nokkrar huggulegar bólur á kollinum á minni.
Hulda er semsagt komin með hlaupabólu. Hún virðist þó vera væg hingað til svo við höldum ótrauð áfram og höldum samkvæmi á morgun.
En þvílíkur skammtur af pestum á eina litla manneskju í einu!
Á morgun er svo afmælisdagurinn hennar mömmu, verst að maður á ekki smá kampavín til að skála fyrir frúnni!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home