Og fleiri nýjar bólur. . .
Kaffiboð fóru vel fram um helgina. Afmælisstelpan virtist skemmta sér hið besta og hafa mikið gaman af gjöfunum. Takk fyrir okkur.Ein gjöfin virkaði þó ekki alls kostar, Fisher-Price kastalinn sem við gáfum henni reisti ekki lúðrana konunginum til heiðurs þannig að honum var skilað í Hagkaup í dag.
Siggi stillti sig víst um að segja að kastalinn væri með risvandamál þegar hann kom með hann í Hagkaup. En þegar hann fór var afgreiðslufólkið að leika sér að kastalanum.
Hulda var svo komin í bólið um níu, algjörlega búin eftir daginn. Vaknaði tvisvar, ægilega óróleg, klæjaði og eymdin uppmáluð. Hún var smurð hátt og lágt með Pro-Derm, kláðaáburð og svo hjálpuðu stílar mikið til. Vonandi að þessu fari að ljúka.
Núna er hún heima, borðar magdalenur og horfir á Tomma og Jenna. Að sjálfsögðu alltaf stúlka með stíl.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home