miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Blint á öllum vígstöðvum

Hér er góða veðrið.
Þegar ég var að koma heim í dag með strætó var sæmilegt veður niðri í dal en þegar maður horfði upp í Lindir var allt blint. Ekki skánaði það hér uppi í hverfi en ég held að það sé brýn þörf á að setja stikur á göngustíginn sem liggur frá stoppistöðinn og heim til mín.
Bólu-Hulda er örlítið að hressast, veit þó ekki hvort hún er dagmömmufær á morgun. Ég býst við því að það skýrist í kvöld þegar barnið er strípað fyrir baðið (sturtuna).
Tölvan mín er líka með eitthvað óveður, &(%&/(%/ XP leyfir mér ekki að breyta read-only stöðunni sem hún klínir á allar möppur og skjöl. Þetta veldur því að ekki er hægt að vista snilldarverkin sem ég er að teikna í ToonBoom forritinu mínu nýjasta.
Er að athuga hvort kerfisuppfærslur hafi eitthvað að segja með þetta vandamál. Drasl!
Held svei mér þá að ég búi til megrandi (sénsinn!)eplaköku til að gleðja sálirnar í kvöld.
Ég segi bara eins og Bangsímon: Æ, ansans!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home