sunnudagur, maí 29, 2005

Þetta er allt að koma. . .Skjalda

Við fórum í leikhús á föstudagskvöldið, fórum að sjá "Þetta er allt að koma" í Þjóðleikhúsinu.
Ágætis skemmtun og ef þið eigið séns þá eru nokkrar aukasýningar núna í gangi.
Svo fórum við kerlingarnar að versla í gær og ég get glatt ykkur með að ég keypti nokkrar flíkur og ekki eina einustu sem var svört. Sundföt voru keypt á báðar dætur en fólkið var síðan of kvefað í morgun til að fara í sund.

Síðan að espressovélin okkar gaf upp öndina og fékk fría ferð í Sorpu, höfum við verið heldur löt að búa annað en bara þetta venjulega kaffi. En í síðustu viku keyptum við þetta í Hagkaup og kæru bræður og systur, hún er að dúndurvirka. Við höfum verið að skoða ýmsar vélar hér og þar og alls staðar en aldrei langað almennilega í neitt þar sem þetta eru oft soddan risamaskínur eða þá rándýrt, oftast hvorutveggja.

Maður býr svo sem ekki til kaffi fyrir neinn mannfjölda, en það er hægt að fá sér latte á morgnana með kallinum án teljandi vandræða. Og útlitið gleður líka. Núna er þetta bara kallað beljukaffi hér á heimilinu, spurning hvort kannan eigi ekki að heita Skjalda?

4 Comments:

At 8:25 f.h., Blogger Guðrún Mary said...

Til hamingju með beljuna, nýja lúkkið og litríku fötin! Afskaplega verður nú gaman að koma til ykkkar í kaffi í sumar!

 
At 11:51 f.h., Blogger Þórdís Huldu og Guðmundar said...

Ertu að koma heim?

 
At 12:02 e.h., Blogger Guðrún Mary said...

Kíkjum væntanlega í heimsókn í lok júní í tvær vikur!

 
At 1:40 e.h., Blogger Þórdís Huldu og Guðmundar said...

Gott að heyra!
Annars, varðandi fötin, þá er þemað blátt og dökkblátt.

 

Skrifa ummæli

<< Home