föstudagur, maí 27, 2005

Nýtt lúkk á línuna og fleira.

Guðrún Parísardama benti mér á að kommentakerfið væri farið að gefa sig. Ég kveiki því hér með aftur á Blogger kommentunum, enda er búið að bæta það sýstem til muna frá því sem áður var. Skipti um leið yfir í svona sumarlegra template enda veitir ekki af að létta lund sína og annarra. Haloscan kommentin eru í fríi þangað til ég nenni eða ákveð að gera meira í því máli.

Það minnir mig á að ég tók til í fataskápnum og setti helling í poka til að gefa Rauða Krossinum. En þegar ég leit í skápinn minn eftir tiltektina sá ég að það voru eiginlega bara svört föt eftir og frekar lítið af þeim. Þar sem ég hef ákveðið að vera um sinn ekki til fara eins og grísk ekkja, þá þarf ég að huga að innkaupum í lit. Ég auglýsi eftir góðum hugmyndum, eða á ég kannski bara að panta tíma hjá stílistanum í Debenhams?

5 Comments:

At 3:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já,,þú ert víst ekki sú eina í þessari fjölskyldu sem hafa hallast dálítið mikið að svarta litnum. Við erum víst allar dálítið gjarnarnar á því að velja hann!Ætlaði að benda á NOA NOA,,en svo fattaði ég það að ég horfði þangað inn um daginn og það voru bara litir sem litu út eins og gamlar gólftuskur!!

 
At 3:47 e.h., Blogger Þórdís Huldu og Guðmundar said...

Þeir hafa dálítinn tendens til að fara út í þann litaskala

 
At 12:54 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það er alltaf litríkt í Monsoon.


Kveðja,
Þórhildur

 
At 3:54 e.h., Blogger Þórdís Huldu og Guðmundar said...

Fór að versla með stílistanum mínum (a.k.a. Valgerður) í Debenhams og Zöru. Gerði sig vel.

 
At 10:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Alltaf gott að eiga sumarlega liti til púkka upp á svarta litinn. Rauður og gulur í uppáhaldi þessa stundina. Eiturgrænt!!! Nei, nei, nei!!!! Sendum rakar sólarkveðjur að norðan.

Frá Auði, Helga, Kristínu, Birtu, Helga litla, Rebekku, Jóni og Gerði.

P.s. og svo var kátt í höllinni, höllinni, höllinni.....

 

Skrifa ummæli

<< Home