Hrukkustöðvunarkerfi
Sá þessa fróðlegu auglýsingu í sjónvarpinu áðan. Nivea Q10 plus með hrukkustöðvunarkerfi. Aldeilis orðskrípi þar og ég hef ákveðnar efasemdir um að hrukkustöðvunarkerfi sé málið.En það eru til forvarnir gegn hrukkum.
Fyrst og fremst, og þetta er langmikilvægast, passið að velja ykkur foreldra sem hrukkast lítið.
Ef þið hafið klúðrað því er náttúrlega þetta augljósa að reykja ekki, ekki hanga í sólinni í óhófi, drekka vatn og sofa á nóttunni. Kannski hægara sagt en gert stundum.
Og svo á maður að forðast í lengstu lög að eldast, mér skilst að það sé frekar hrukkuaukandi.
En hvað veit maður, kannski þarf maður að koma sér upp hrukkustöðvunarkerfi . . .
Annars hefur rignt um helgina og við höfum notað tækifærið og hvílt okkur. Það á víst að stytta upp á þriðjudaginn og þá þurfum við að bretta upp ermarnar og drífa okkur að klára málverkið.
Svo er vinna á þriðjudaginn fyrir mig, dagmamma handa Huldu og letilíf hjá Valgerði.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home