Vinnuvélarnar koma!!

Man einhver eftir Barbapapa þar sem ofangreind setning kom fram? Átti að sjálfsögðu að tákna allt illt og nútímavætt.
En þetta er í tilefni þess að nú eru á bakvið hús hjá mér eitt stykki risastór grafa og eitt stykki risastór vörubíll.
Í síðustu viku komu spekingslegir menn frá bænum, stikuðu út allar lóðir og merktu allt í bak og fyrir. Í morgun komu svo aðrir kallar með fleiri merkitól og fóru að merkja fyrir stíg. Svo komu barasta heljarinnar vinnutæki og þá var friðurinn úti, ekkert meira kúr í bólinu fyrir mig.
Við þurfum víst að fara að hugsa um að setja girðingu fyrir baklóðina, fyrst gestir og gangandi verða á röltinu þarna.
2 Comments:
Frábært að vera í sumarfríi akkúrat á þessum tíma :(
Þeir eru nú búnir að þessu í bili, blessaðir mennirnir. Búnir að grafa heljarinnar skurð þarna á bak við.
Skrifa ummæli
<< Home