þriðjudagur, júlí 26, 2005

Nokkuð gott. . .þó ég segi sjálf frá.


Fyrri umferð á bakhlið kláraðist í gær. Er þó eftir að skera aðeins á hæstu stöðum.
En ástæðan fyrir þessu góða gengi var sú að ég nennti ekki að bíða eftir því að Siggi væri búin að vinna, enda kom hann ekki heim fyrr en hálf ellefu, heldur fór út og byrjaði að mála sjálf allt sem ég náði til.
Ég er ekki alveg nógu huguð ennþá til að príla upp í stóra stigann en ég náði að gera megnið af bakhliðinni. Svo kom Siggi og rúllaði efstu kaflana. En ég er nokkuð ánægð með afrekið, takk fyrir.
Ég semsagt gerði það sem er fyrir neðan rauðu línuna. Þarf náttúrlega ekki að taka það fram að rauðu línunni er bætt við í tölvu. Svo kemur kallinn snemma í dag, búinn að panta málningu í seinni umferðina og við hefjumst handa við framhliðina á eftir.

5 Comments:

At 12:45 e.h., Blogger Guðrún Mary said...

Gott að þú tókst þetta fram með rauða strikið og örina - hélt þú hefðir gert þetta fríhendis á húsið og féll algjörlega í stafi!
Til lukku með þetta allt, gengur alveg prýðisvel hjá þér. Þú átt nú svo sannarlega skilið að skella þér í helgarferð til Parísar eftir allt þetta!

 
At 1:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með þetta, það er merkur áfangi að ná að mála húsið hjá sér, sem við þekkjum alveg frá því við vorum á Akureyri. Ég hlakka til að koma og sjá þetta með eigin augum.

 
At 4:46 e.h., Blogger Þórdís Huldu og Guðmundar said...

Rauða strikið annars tekur sig vel út á húsinu, ekki satt?
Til Parísar?
Chance would be a fine thing!

 
At 6:19 e.h., Blogger Guðrún Mary said...

Já, hva - áttu ekki ammæli bráðum? Mér er sagt að flugferð til Parísar sé alveg tilvalin 37 ára afmælisgjöf (nudge, nudge, wink, wink).

 
At 11:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Frábær árangur litla systir. Ég sé að þú ert steypt í sama seiglumót og hitt kvenfólkið í ættinni. Ég segi BRAVÓ.

 

Skrifa ummæli

<< Home