þriðjudagur, júlí 19, 2005

Taka tvö

Ég var búin að skrifa býsn af orðum í gær og ætlaði að fara að pósta þau hingað en. . . helv. ADSL tengingin var þá HORFIN. Síminn er semsagt að uppfæra kerfið hjá sér og ég var netlaus í sólarhring. Og þegar maður reyndi að ná sambandi við þjónustuverið slitnaði bara sambandið þannig að það hafa fleiri verið í sömu sporum.

Á föstudaginn borðuðum við hjá sómahjónunum Rannveigu og Pekka og fengum góðan viðurgjörning og frábæran félagsskap.
Reyndum svo að mestu leyti að halda okkur heima og vera stillt yfir helgina.
Eitthvað brast þó á sunnudaginn og við fengum nóg af drullumakinu á stofuteppinu og fórum og keyptum mottu í IKEA til að breiða yfir ósómann.

En, um helgina bilaði þriðja græjan á heimilinu. DVD spilarinn var bilaður fyrir og CD spilarinn var líka bilaður en á laugardaginn bilaði láns-DVD spilarinn. Við fórum í BT á sunnudaginn og horfðum löngunaraugum á oggulítið heimabíósett en vorum of mikilir eymingjar til að gera neitt í því. Við horfðum líka löngunaraugum á svaka stórt Sony plasmasjónvarp en skynsemin ræður þar og svoleiðis verður ekki keypt fyrr en annaðhvort það lækkar eða gamla sjónvarpið deyr (7,9,13). En á sunnudagskvöldið fékk húsbóndinn nóg af þessu stússi og við mættum í gær í BT og keyptum hið umtalaða heimabíó á 30.000 kall. Á plastið, nokkuð sem við annars aldrei gerum. Og hellingur af úreltum tækjum er nú komið úr stofunni og hingað niður í anddyri. Ég krukka kannski í græjurnar og athuga hvort ég geti eitthvað gert til að bjarga málunum. Verst er að maður er í vandræðum með alla þessa hátalara, þarf að skoða það mál betur.
BT menn reyndar gleymdu að græja spilarann svo hann væri fjölkerfa en yours truly gat bjargað málunum og er afar stolt af sjálfri sér.

Svo kenndi frúin í næsta húsi mér að háþrýstiþvo og ásamt henni háþrýstiþvoði ég framhliðina á húsinu. Afturhliðin verður þvegin í dag, framhliðin sílanhúðuð í kvöld og á morgun er hægt að hefja málningarsullið, svo lengi sem veður leyfir. Vona að þetta gangi hratt og vel.

2 Comments:

At 8:02 e.h., Blogger Guðrún Mary said...

Til hamingju með heimabíóið!! Efast nú ekki um að rafeindavirkinn geti nú gert eitthvað við gömlu græjurnar. Mér líst nú samt vel á plasma tækið. Við ætlum að fá okkur eitt stykki svoleiðis þegar við komum heim - aldrei að vita nema maður geti gert góðan díl fyrir ykkur í leiðinni (blikk, blikk)!

 
At 11:49 f.h., Blogger Þórdís Huldu og Guðmundar said...

Ég segi bara eins og Monty Python menn: Nudge, nudge, wink, wink!

 

Skrifa ummæli

<< Home