fimmtudagur, júlí 28, 2005

Svo þreytt. . .

Við erum búin að vera að mála til ellefu á kvöldin síðustu daga. Valgerður hefur verið með litla varginn á sínum snærum sem hefur ákveðið að vera óþekkari við systur sína en alla aðra.
Ég laumaðist þó frá í Smáralind í dag og keypti Pottþétt 38 handa stóru systur, svona sem umbun fyrir vel unnin störf og að þola árásir litlu systur.
En við erum orðin ÓGEÐSLEGA þreytt á þessu, maður sefur gjörsamlega eins og steinn. Ég vorkenni Sigga að þurfa að vakna til vinnu eftir þetta alltsaman.
Í kvöld klárast framhliðin alveg og ég reikna með að byrja á afturhliðinni.
Svo er reyndar ekki allt unnið því við ætlum að kítta í kringum gluggana og mála svo alla gluggapóstana.
Nefndi ég það að ég er búin að vera með harðsperrur í marga daga?
Held svei mér þá að það verði bara næs að mæta í vinnuna aftur, þamba kaffi og blaðra við kúnnana!
Myndir af herlegheitunum verða birtar þegar við erum búin að mála.

Annars, farið varlega um Verslunarmannahelgina og hafið það gott!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home