laugardagur, júlí 23, 2005

Stanslaust stuð

Guðrún og Þórhildur komu að borða í gær og báru með sér afskaplega mjúka nýsjálenska nautalund. Einnig komu þær með Singstar og þá fórum við loks að skilja af hverju Hulda leggur alltaf lófana yfir munninn á okkur þegar reynt er að syngja fyrir hana.

Tveggja ára vaknaði svo galhress klukkan átta í morgun og var ekkert á því að láta fólk sofa. Horfði á Mary Poppins, hnoðaðist á mömmu sinni og var svo sett í bað. Svo var daman sett í sumarkjól sem hefur skroppið saman á tveimur mánuðum, nær rétt niður fyrir rass, en líklega er þetta þó fröken Hulda sem hefur vaxið. Svo var haldið á Víðivelli að borða hádegismat hjá ömmu og að sporta sig úti á túni.
Nú er stuðboltinn sofandi og fær að lúra pínu fyrir kvöldið, því þá koma Óli og Sigrún og borða hjá okkur.

Akkúrat núna er rétti tíminn til að ná rauðvíninu og súkkulaðisósunni úr nýja teppinu. Enda keypti ég Vanish blettahreinsi áðan þar sem þetta var farið að líkjast grunsamlega auglýsingunum þeirra. Það eina sem vantar er smá mótorolía og varalitur. Nei, nei, ég var bara að grínast, við viljum ekki svoleiðis líka!

3 Comments:

At 3:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ciao from Italy! I like Bjork.

 
At 10:24 e.h., Blogger Guðrún Mary said...

Wow, verður maður ekki að segja Bonjour frá Frakklandi þá líka!!!

 
At 9:16 e.h., Blogger Þórdís Huldu og Guðmundar said...

Fróðlegt að vita hvað viðkomandi hefur skilið af síðunni!

 

Skrifa ummæli

<< Home