föstudagur, júlí 22, 2005

Meira malerí

Nú erum við byrjuð að mála og erum búin að vera að potast í þessu í tvo daga. Siggi reyndar var úr leik í gær þar sem hann var í vinnunni og kom ekki heim fyrr en seint. Ég málaði kanta og uppskar auma handleggi þar sem það er erfitt að drulla málningu á hraunaðan kofann. En er þó batnað í dag en er í staðinn komin með höfuðverk. Hélt það væri af kaffileysi og er búin að drekka hafsjó af kaffi í morgun, en líklega er þetta málningin sem er að gleðja mig. Verst að það fylgdi því ekkert "high" á meðan ég var að mála. Svo er maður komin með verkamannabrúnku af því að hanga úti allan daginn.
Eiginmaðurinn kemur heim snemma í dag og við hefjum sullið aftur.
Ég hins vegar ætla að taka til áður en verður of heitt innandyra og svo ætla þær Njarðvíkurfrænkur sem eru eftir á landinu að kíkja í heimsókn í kvöld.

Svo barst loksins í gær sending frá Amazon, með Harry Potter innanborðs og fleiri góðum bókum.
Fékk meðal annars bók eftir Juliu Cameron 'Walking in this world' sem lofar góðu. Fyrir átti ég 'The Artist's Way' sem er óhætt að mæla með til að opna hugann oggulítið, líka fyrir þá sem ekki teljast opinberir listamenn.

Svo kann ég litla en skemmtilega sögu af stiganum Elíasi en mun ekki birta hana opinberlega.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home