þriðjudagur, júlí 12, 2005

Í fríi en samt ekki

Áður en lengra er haldið vil ég að ákveðin atriði komi fram.
Þetta sem gerðist í London finnst mér hæpið að kalla hryðjuverk. Þetta eru fjöldamorð. Vísvitandi aðgerð til að svipta saklausa borgara lífinu. Og það heitir morð þegar gíslar eru myrtir. Hvorki "aftaka" né "líflát". Að kalla hlutina ekki sínum réttu nöfnum dregur úr vægi þeirra.

En helgin. . .
. . .var viðburðarrík. Auður og Helgi komu á föstudagskvöldið og gistu yfir helgina. Þau hefðu alveg mátt vera lengur. Helgi Hrafn var skírður með gusugangi miklum og svo kom stórfjölskyldan hingað um kvöldið og hittist. Svaka gaman að fá alla þessa gesti og við þökkum kærlega fyrir okkur.

Erla fór í dag til USA, Guðrún er í Frakklandi og Lilja ekki komin til baka úr sólinni. Mér þykir fámennt á skerinu, verð að segja það.

Fríið gengur sæmilega. Er þó ekki búin að gera eins mikið og ég hefði viljað gera. Til að mynda þarf ég virkilega að taka hér til í þessu ágæta herbergi mínu. Bara svo hægt sé að föndra við skemmtilegu hlutina hérna. Var að eignast fulla útgáfu af mínu góða teiknimyndaforriti en vantar tíma til að vinna í því. Merkilegt að hafa ekki tíma í fríinu, ekki satt?
En það er svona þegar maður er með litla stubbu á heimilinu sem þarf athygli manns.

Lofa engu um hvenær ég skrifa næst, myndi bara brjóta það.

3 Comments:

At 12:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Okkar bestu þakkir fyrir húsaskjól, skemmtun og frábæra veislu. Okkur leið rosalega vel og ættarmót stórfjölskyldunnar var frábært. Það vantaði enga nema Kanadamennina, langafann og Immu. Við hlökkum til að sjá ykkur aftur hvort sem það er norðan eða sunnan heiða. Ástarþakkir fyrir allt.
Auður og Helgi

 
At 9:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said...


Næst verður Singstar með í för:) Annars takk fyrir mig, þetta var mjög gaman og gott að nýta þau fáu tækifæri sem gefast fyrir okkur að hittast og skemmta okkur saman. Annars þá er ég síðustu daga búin að hljóma eins og auglýsing fyrir Nóatúnstertur:)

 
At 1:58 f.h., Blogger Þórdís Huldu og Guðmundar said...

já, já, endilega komdu með singstar.
Annars er nammiþörfin búin að vera í lágmarki eftir tertuátið mikla um helgina

 

Skrifa ummæli

<< Home