miðvikudagur, júní 29, 2005

Ýmis konar afmæli!

Byrja nú á því að óska fröken Þórhildi til hamingju með afmælið, 29 ár er það ekki? Svona eins og sumir?

Svo stóð til að við hjónakornin færum út að borða á laugardaginn til að fagna því að x mörg ár eru síðan við hittumst(sko, þetta er orðið svo langt að ég hef ekki lengur tölu á því). Þetta er árlegur viðburður og haldið upp á þetta af meiri natni en brúðkaupsafmælið.
Til stóð að fara á La Primavera og borða góðan mat en ég fór á heimasíðuna þeirra og var að skoða matseðlana. Reiknast mér til að útgerðin, með leigubílum og tilheyrandi gæti auðveldlega slagað upp í og upp úr 20.000 kalli. Ég sem fátækur húsbyggjandi, get ekki sætt mig við svona spreðerí þannig að við ætlum barasta að elda sjálf heimavið. Ef maturinn er vondur setjum við bara upp snúðugan svip eins og þjónar gera og þá er upplifunin nánast sú sama og að fara út að borða.
En á morgun byrjar sumarfríið mitt. Plönin eru að reyna að rútta aðeins til í kofanum, henda rusli og taka upp úr einhverjum kössum. Svo á að mála hið fagra raðhús Toskanagrátt(?) að utan og jafnvel koma upp girðingum(hnotubrúnum). Brýnt er einnig að koma rúðum í hurðirnar sem eiga að hafa gler svo fröken Hulda Ólafía hætti að príla í gegn. Ótrúlega ósvífinn krakki!
Svo munum við líklega spankúlera í Smáralind og skreppa í sundlaugina og út á róló inn á milli.
Hver þarf sólarlönd þegar hægt er að frílista sig í Kópavoginum?

1 Comments:

At 9:02 e.h., Blogger Guðrún Mary said...

Svona er að búa upp í sveit elskurnar, hehehe..
Annars er nú líka alltaf huggulegt að vera bara heima!

 

Skrifa ummæli

<< Home