miðvikudagur, júní 22, 2005

Oj barasta!

Einn leiðindafylgifiskur sumarsins er allsherjar hystería varðandi brúðkaup og þá sérstaklega í fjölmiðlum. Brúðkaupsþátturinn Oj er farinn að sjást aftur á Skjá Einum og meira að segja Hús og híbýli eru þvaðrandi um "Brúðkaup í garðinum"
Að ganga í hjónaband er góðra gjalda vert og eins og allir vita er ég búin að því sjálf. En af hverju í ósköpunum er allt undirlagt af þessu? Og afhverju þurfa allar kellingar að vera klæddar eins og marengstertur? Og af hverju þurfa allir að setja sig á hausinn af þessu? Og hvað er með alla þessa "ómissandi" fylgihluti og blómaskreytingar? Þetta er orðinn heljarinnar bisness þar sem allir keppast við að maka krókinn og tilgangur athafnarinnar virðist næstum gleymast í öllum hasarnum. Og hvernig á svo hversdagslífið að standast samanburð við allan glamúrinn?
Mér finnst svo óbærileg þessi múgsefjun sem heltekur þessa litlu þjóð með reglulegu millibili: "Nú eiga allir að búa til náttúrlegt jólaskraut!", "Bleikur og grænn eru litir sumarsins, allir ættu að fríska upp á híbýli sín með þeim", "Allir í útilegu!".
Aaarrrgh!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home